Eggjataka eldsnemma að morgni

Jóhann Bragi Magnússon í Sólheimahjáleigu fór á fætur um klukkan sex í morgun til að fara með frænda sínum í fýlsegg í Reynisfjall en Jóhann þurfti að mæta í skólann klukkan átta.

Komu þeir með slatta af eggjum þó að fýllinn sé ekki enn full orpinn.

Rétt er að taka fram að börn ættu alls ekki fara til eggjatöku í fjöll nema í fylgd með fullorðnum.