Eggert Valur nýr formaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem haldinn var á Selfossi síðastliðinn laugardag.

Nýr formaður var kjörinn Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, og tekur hann við formennsku af Jónínu Hólm í Suðurnesjabæ.

Eggert kemur nýr inn í stjórnina ásamt Viktori Stefáni Pálssyni, Selfossi, en ásamt þeim eru í stjórninni þau Inger Erla Thomsen, Hvolsvelli, Arna Huld Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum og Eysteinn Eyjólfsson í Reykjanesbæ.

Fyrri greinÞórsarar einu fulltrúar Suðurlands í 32-liða úrslitum
Næsta greinVígðu nýtt gróðurhús með kartöfluveislu