Eggert ráðinn í Kötlusetur

Eggert Sólberg Jónsson, þjóðfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður Kötluseturs og hefur hann þegar tekið til starfa.

Eggert er 27 ára gamall, fæddur og uppalinn í Borgarnesi og hefur masterspróf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.

Kötlusetur er nýstofnað fræða- og menningarsetur en verkefni þess er að sinna safnastarfsemi sem komin er á fót í Brydebúð og vinna að mótun og eflingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

Sambýliskona Eggerts er Þuríður Gísladóttir, kennari, og hefur hún verið ráðin til starfa í grunnskóladeild Víkurskóla næsta skólaár.

Fyrri greinAndri Már sigraði á Hellu
Næsta greinTvö dýpkunarskip við Landeyjahöfn