Eggert og Arna gefa kost á sér áfram

Samfylkingin í Árborg hefur ákveðið að stilla upp á lista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí næstkomandi.

Uppstillingarnefnd hefur þegar verið kjörin á fundi félagsins og mun hún gera tillögu að frambjóðendum listans. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is gefa báðir bæjarfulltrúar S-listans, Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir kost á sér áfram.

Stefnt er að því að listi Samfylkingarinnar í Árborg verði tilbúinn í lok febrúar.