Eggert leiðir S-listann áfram

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúar S-listans í Árborg, skipa tvö efstu sætin á framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á aðalfundi félagsins í kvöld.

Eggert og Arna Ír skipuðu sömu sæti í kosningunum árið 2014 þar sem Samfylkingin fékk 19,1% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa kjörna.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg:
1. Eggert Valur Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi.
2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
3. Klara Öfjörð, grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi.
4. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur.
5. Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi.
6. Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbeinandi í grunnskóla.
7. Sandra Silfá Ragnarsdóttir, háskólanemi og skrifta á RÚV.
8. Sigurður Andrés Þorvarðarson, byggingaverkfræðingur.
9. Ólafur H. Ólafsson, verkamaður og háskólanemi.
10. María Skúladóttir, háskólanemi.
11. Karl Óskar Svendsen, múrari.
12. Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkraliði.
13. Elfar Guðni Þórðarson, listmálari.
14. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri.
15. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
16. Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistar- og myndlistarmaður.
17. Sigríður Ólafsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi.
18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri.

Fyrri greinFimm sunnlensk sveitarfélög fengu ljósleiðarastyrk
Næsta greinSigurmark gestanna í uppbótartíma