„Ég hefði svo sem ekki viljað hafa mig eða minn líka í vinnu!“

Páll Árnason, eða Palli málari á Selfossi, fagnar nú því með fjölskyldu sinni og félögum að hálf öld er frá því hann stofnaði Málningaþjónustuna á Selfossi, á fallegum vordegi, hinn 6. júní árið 1966.

Páll lærði að mála hjá Kaupfélagi Árnesinga en fyrr en varði var hann kominn í samkeppni við sjálft kaupfélagið. Enn hálfri öld síðar, er Málningarþjónustan starfrækt af fjölskyldu Páls og ýmsum starfsmönnum öðrum, sem sumir hafa starfað þar í áratugi.

Og nú er framundan að skemmta sér og minnast fyrri tíma, því til stendur að fagna afmælinu með fyrrverandi og núverandi starfsfólki á skemmtistaðnum Frón á Selfossi í kvöld, einmitt þar sem Málningaþjónustan var til húsa í mörg ár, við Eyraveginn.

Sjá viðtal við Palla málara í nýjasta tölublaði Sunnlenska