Eftirspurn eftir innlendu hjallaefni

Síðustu vikur hefur eftirspurn eftir innlendu hjallaefni aukist mikið en margir fiskihjallar sunnanlands hafa skemmst í stórviðrum vetrarins.

Fiskihjallarnir eru byggðir upp með stoðum, ásum og spírum. Starfsmenn Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal hafa unnið síðustu daga að því að finna til og flokka efni til sölu.

Frá þessu er sagt á vef Skógræktarinnar.

Fyrri greinLárus þjálfar Hamar
Næsta greinKosning vígslubiskups ógilt