Eftirsóttar lóðir fyrir verslun og þjónustu á Flúðum

Flúðir í Hrunamannahreppi. Ljósmynd/sveitir.is

Alls bárust 24 umsóknir um verslunar- og þjónustulóðir við Reynihlíð 6 og 8 á Flúðum, en lóðirnar voru auglýstar nýverið til umsóknar.

Alls bárust 24 umsóknir um lóðirnar en þar má byggja tveggja hæða hús, með verslun- og þjónustu á neðri hæð og íbúðum á efri hæð.

Dregið var á milli umsækjenda á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Sex aðilar sóttu um Reynihlíð 6 og kom hún í hlut Flott mál ehf. Átján umsóknir lágu fyrir um Reynihlíð 8 og varð Ampera ehf hlutskarpast í þeim útdrætti.

Flestum lóðum í þessu hverfi hefur verið úthlutað en ein lóð bíður breytingar á skipulagi og má vænta að hún verði auglýst fljótlega en þar má byggja fjölbýlishús á tveimur hæðum.

Fyrri greinBergrós til Arezzo á Ítalíu
Næsta greinBesta lyktin af sjóðandi heitu kappaksturdekki