Eftirlitsmyndavélar komnar upp

Eftirlitsmyndavélar hafa nú verið teknar í notkun á báðum innkeyrslunum inní Hveragerðisbæ og þar með er öryggisátak sem sett var í gang á árinu komið á fullan skrið.

Myndavélarnar ná góðum myndum af þeim ökutækjum sem inní bæjarfélagið fara en til að uppfylla skilyrði Persónuverndar hefur enginn aðganga að upptökum úr myndavélunum nema lögreglan og þá einvörðungu þegar rannsóknarhagsmunir krefjast þess.

“Með tilkomu eftirlits við innkomur í bæinn, nágrannagæslu og farandgæslu sem þegar er í bænum er ljóst að bæjaryfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að stórefla öryggi bæjarbúa og eigna þeirra til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.