Efla og Studio Granda áttu vinningstillöguna

Verkfræðistofan Efla og Studio Granda áttu vinningstillöguna í samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um göngubrú á Markarfljót við Húsadal.

Kostir tillögunnar þóttu vera þeir að hún falli vel í umhverfið og er látlaus. Úrslit í hönnunarsamkeppni voru kynnt í vikunni.

Einnig eru kostir við tillöguna að brúin er fremur léttbyggð og viðhaldslítil strengbrú. Galli hinsvegar að halli er á brúargólfi næstu endum brúarinnar og handrið fremur gisið og ótraust að mati dómnefndar.

Tvær aðrar tillögur voru í þessari hönnunarsamkeppni frá VSÓ ráðgjöf og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar annarsvegar og hinsvegar frá Kanon arkitektum og verkfræðistofunni Hnit.

Sjá má allar tillögurnar í meðfylgjandi bæklingi (pdf)

Fyrri greinLónið við jökulinn er 40 metra djúpt
Næsta greinAlmannavarnir: Lokið gluggum og hækkið hitann