Efla bruna- og mengunarvarnir við Sog og Þjórsá

Að lokinni undirritun. (F.v.) Matthildur María Guðmundsdóttir (Landsvirkjun), Halldór Halldórsson (Landsneti), Kristján Halldórsson (Landsvirkjun), Pétur Pétursson (Brunavörnum Árnessýslu), Þórarinn Bjarnason (Landsneti) og Lárus Kristinn Guðmundsson (Brunavörnum Árnessýslu). Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun endurnýjaði á dögunum samstarfssamning Brunavarna Árnessýslu og Landsnets. Skrifað var undir endurnýjaðan samning, til fimm ára, við Ljósafossstöð.

Markmið samningsins er að efla bruna- og mengunarvarnir á rekstrarsvæðum Landsvirkjunar við Sog og á Þjórsársvæði með fræðslu- og forvarnarstarfi. Það fer meðal annars fram með námskeiðshaldi og sameiginlegum brunaæfingum í tengivirkjum Landsnets og aflstöðvum Landsvirkjunar.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Landsvirkjun og Landsnet hafi átt mjög farsælt samstarf við Brunavarnir Árnessýslu undanfarin ár.

Fyrri greinMissir – sumarsýning í Húsinu á Eyrarbakka
Næsta greinÁrni Gaua með frábæra tónleika