Eden opnar aftur

„Við erum að færa Eden í upprunalegt horf, eins og það var hjá Braga,“ segir Jóhann Jakobsson sem er nú í óða önn við að endurreisa ferðamannastaðinn fræga í Hveragerði.

Til stendur að opna Eden í kringum næstu mánaðamót. Innandyra sem utan starfar nú vösk sveit manna við að lappa upp á Eden-húsið sem er í eigu Sparisjóðs Suðurlands. Húsið hefur staðið autt frá því í desember þegar félagið Iðavellir gafst upp á rekstri kaffihúss og ásatrúarsýningar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT.