Eden og Bergþóra gáfu Undralandi iPad

Leikskólinn Undraland leitaði fyrir skömmu eftir stuðningi til Lionskvenna í Eden og Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi vegna tölvukaupa fyrir sérkennslu í leikskólanum.

Vel var tekið í bónina okkar og fyrr í júní færðu lionskonur Undralandi iPad og kvenfélagskonur peningagjöf sem notuð verður til kaupa á forritum í tölvuna.

Fyrri greinSundlauginni færð gjöf á afmælisdegi Lárusar Rist
Næsta greinKvenfélag Eyrarbakka hélt upp á 19. júní