Edda ráðin forstöðumaður bókasafns Hrunamanna

Edda Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns bókasafns og skjalavörslu hjá Hrunamannahreppi.

Níu aðilar sóttu um stöðuna og fjórir voru teknir í viðtal. Edda er mannfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu og masterspróf í mannfræði frá HÍ. Hún er einnig með PDM stjórnendanám frá HÍ.

Edda hefur starfað hjá Reykjavíkurborg við ýmis störf frá árinu 2010. Undanfarið sem verkefnisstjóri stjórnsýslu og stefnumótunar hjá Reykjavíkurborg en þar áður meðal annars sem teymisstjóri stafrænna leiðtoga og á skrifstofu þjónustu og reksturs.

Hún mun taka til starfa að loknu sumarfríi í nýrri þjónustumiðstöð Hrunamannahrepps.

Fyrri greinNáðu í stig gegn toppliðinu
Næsta greinAllir „Upp í sveit“ um næstu helgi