E og Þ í eina sæng

Þ og E listi, flokkarnir sem mynda hreppsnefnd Flóahrepps, ætla að bjóða fram sameiginlegan lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Von er á mótframboði frá umhverfissinnum.

„Úr því hve gott samstarfið hefur verið í hreppsnefnd, var áhugi hjá báðum listum að halda sömu stefnu og verja það sem hefur náðst,“ segir Aðalsteinn Sveinsson, oddviti hins sameiginlega lista, í samtali við Sunnlenska.

Kjörnum fulltrúum Flóahrepps fækkar á næsta kjörtímabili, úr sjö í fimm. Er það hluti af ferli sem ákveðið var við sameiningu Hraungerðishrepps, Gaulverjabæjarhrepps og Villingaholtshrepps.

Frambjóðendur Þ og E lista:
1. Aðalsteinn Sveinsson, Kolsholti
2. Árni Eiríksson, Skúfslæk 2
3. Elín Höskuldsdóttir, Galtastöðum
4. Hilda Pálmadóttir, Stóra-Ármóti
5. Björgvin Njáll Ingólfsson, Tungu
6. Alma Anna Oddsdóttir, Fljótshólum
7. Heimir Rafn Bjarkason, Brandshúsum 5
8. Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum
9. Karen Viðarsdóttir, Laufhól
10. Einar Haraldsson, Urriðafossi

Fyrri greinSigga á Grund á frímerki
Næsta greinBjarni Harðar: Alltaf sami framsóknarmaðurinn