Dýrbítur svæfður á Skeiðunum

Hundur var svæfður eftir að hafa verið staðinn að því að bíta fé til dauðs. Atvikið átti sér stað ofarlega á Skeiðum í síðustu viku.

Eigandi fjárins kom að þar sem tveir hundar voru að atast í fé. Í ljós kom að í valnum láu fimm fjár auk nokkurra særðra.

Eigandi fjárins náði öðrum hundinum og kom honum í hendur hundaeftirlitsmanns en hinn hundurinn slapp.

Að ákvörðun lögreglu var handsamaða hundinum komið til dýralæknis sem svæfði dýrið.

Fyrri greinBílaleiga Selfoss endurnýjar hluta bílaflotans
Næsta greinFólksbíll eyðilagðist í eldi