Dýrast í sund í Árborg

Sundstaðir Árborgar eru þeir dýrustu á landinu ásamt sundlauginni í Kópavogi. Þetta kemur fram í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ.

Kannað var verð og breytingar á gjaldskrám sundstaða hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, þegar greitt er stakt gjald fyrir fullorðinn. Í Árborg kostar 550 krónur fyrir fullorðinn í sund en í Reykjanesbæ kosntar það 370 krónur. Þarna munar tæpum 50%.

Árskort í sund hefur ekki hækkað í Árborg en ellefu af sveitarfélögunum fimmtán hækkuðu gjaldið á stökum miða frá síðasta ári um 4-23%. Börn á grunnskólaaldri greiða ekki í sund í Árborg og sami háttur er hafður á hjá tíu af sveitarfélögunum fimmtán.

Öll sveitarfélögin hafa hækkað hjá sér gjaldskrána á stakri sundferð milli ára.

ASÍ segir að til að spara sé mikilvægt að vera vel skipulagður og hugsa fram í tímann og kaupa afsláttarkort en í boði eru 10, 20, 30 miða kort, mánaðarkort, 6 mánaðakort og árskort. „Það er allt að 69% verðmunur á hæsta og lægsta verði fyrir 10 miða kort sem selt er hjá öllum sveitarfélögunum nema Akranesi.