Dýrari virkjanir en meiri arðsemi

Undanfarið hafa sérfræðingar Landsvirkjunar verið að vinna úr niðurstöðum borana er tengjast Hvamms- og Holtavirkjun í Þjórsá.

Að sögn Helga Bjarnasonar, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, geta þessar niðurstöður haft áhrif á hönnun virkjananna og jafnvel aukið arðsemi þeirra umtalsvert.

Þannig hefur komið í ljós að með því að lengja frárennslisskurð við Hvammsvirkjun megi auka fallið um 10% eða allt að þrjá metra. Þetta getur aukið kostnað við virkjunina um allt að einn milljarð króna en aukið arðsemi á orkueiningu um 8%.

Ávinningurinn gæti því verið umtalsverður en Hvammsvirkjun hefur til þessa verið áætluð 80 MW. Einnig er talið að auka megi aflið í Holtavirkjun en hún hefur til þessa verið áætluð 50 MW.

Fyrri greinFóru of snemma af stað
Næsta greinStærsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum