Dýpri lægð á leiðinni

Veðurstofan varar við stormi sunnanlands undir kvöld og ofsaveðri, allt að 30 metrum á sekúndu í nótt og í fyrramálið.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á vef sínum að lægðin sem er á leiðinni verði bæði dýpri og heldur nærgöngulli en sú sem gekk yfir landið á þriðjudag.

Gengur í suðaustan 13-20 með slyddu og síðan rigningu um hádegi í dag, hvassast við ströndina en 18-23 í kvöld og 18-30 seint í nótt og í fyrramálið.

Ætla má að suðvestanlands nái vindur hámarki á milli kl. 6 og 9 í fyrramálið. Slæmt veður verður um land allt þegar kemur fram á daginn.

Fyrri greinHeimsfrægur arkitekt fær lóðir á Stokkseyri
Næsta greinÍbúafundur á Klaustri í kvöld