Dýpra niður á klöpp en áður var talið

Rannsóknarboranir við hugsanlegan gangamunna í Reynisfjalli. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Frumniðurstöður rannsóknarborana í Reynisfjalli benda til þess að dýpra sé niður á klöpp í fjallinu en áður var talið.

Unnið var að rannsóknarborunum við Reynisfjall í febrúar síðastliðnum, við hugsanlegan gangnamunna í fjallinu.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í samtali við sunnlenska.is að þessi niðurstaða breytti þó engu varðandi það að jarðgöng í gegnum fjallið séu raunhæfur kostur, en líklegt sé að vegskáli vestan megin í Reynisfjalli þyrfti að vera lengri en reiknað hefur verið með.

Verkið er á gildandi samgönguáætlun 2020-2024 og vinnur Vegagerðin nú að undirbúningi og rannsóknum vegna forhönnunar og mati á umhverfisáhrifum verksins.

Fyrri greinÁstand Suðurstrandarvegar heldur verra
Næsta greinOpnunarhátíð Sigurhæða á laugardag