Dynur og Spöng hæst dæmd

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaganna í Flóahreppi var haldin fyrir skömmu í Þingborg. Hæst dæmdu kynbótahrossin voru Spöng frá Syðra-Velli og Dynur frá Dísarstöðum.

Veitt voru verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross í félögunum þremur sem starfrækt eru á svæðinu auk sameiginlegra verðlauna fyrir hæstu hross í Flóahreppi öllum

Hæstu kynbótahross í Gaulverjabæjarhrepp
Spöng frá Syðra-Velli Aðaleinkunn 8,38
Dynur frá Dísarstöðum Aðaleinkunn 8,45

Hæstu kynbótahross í Villingaholtshrepp

1.sæti Framtíð frá Egilsstaðakoti Aðaleinkunn 8,21

2.sæti Týr frá Skálatjörn Aðaleinkunn 8,18

3.sæti Glódís frá Þjórsárbakka Aðaleinkunn 8,14

Hæsta kynbótahross í Hraungerðishrepp

Ómur frá Laugavöllum Aðaleinkunn 8,38

Hæst dæmdu kynbótahross Flóahrepps

Spöng frá Syðra-Velli Aðaleinkunn 8,38

Dynur frá Dísarstöðum Aðaleinkunn 8,45

Veislustjóri var Rósa Birna Þorvaldsdóttir sem leysti sitt starf með mikilli prýði. Fyrirlesari kvöldsins var reynsluboltinn Erling Sigurðsson sem sagði frá ræktun sinni og reynslu af tamningum.

Fyrri greinArna Ír: Af hverju skiptir jöfnuður máli?
Næsta greinÖnnur öld Veðurguðanna