Dynkir undir Fjöllunum

Dynkir heyrðust og fundust víða undir Eyjafjöllum og austur af þeim í morgun. Seig kvika gerir það að verkum að gassprengingar verða mun öflugri heldur en í gosinu á Fimmvörðuhálsi.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að fasabreyting er orðin í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Dregið hefur úr öskumekkinum og hraunslettur hafa sést en þó er hraun ekki farið að renna, svo vitað sé.