Dvergabakki fær upprekstrarrétt á Holtamannaafrétt

Óvissa hefur ríkt um það hvort upprekstrarréttur á afrétti fylgi nýbýlum sjálfkrafa, hafi það ekki verið tekið fram í kaupsamningi og var svo háttað um Dvergabakka í Ásahreppi.

Nú hefur sveitarstjórn tekið þá ákvörðun að jörðin hafi upprekstrarétt og var það ákveðið á fundi hennarí gær á grundvelli ítarlegs lögfræðiálits og samkvæmt tillögu stjórnar Fjallskiladeildar Holtamannaafréttar.

Á fundinum var farið yfir lögfræðiálit frá Pacta lögmönnum um rétt aðila til að komast inn á fjallskilaskrá en stjórn Fjallskiladeildar hafði lagt til að aðilum verði veitt upprekstrarleyfi út frá niðurstöðum álitsins.

Niðurstaða álits Pacta-lögmanna er sú að skilyrði upprekstrarréttar séu búfjáreign, landsnot í hreppi eða félagssvæði og skráning á lögbýlaskrá. Uppfylli viðkomandi öll þessi þrjú skilyrði þá séu uppfyllt skilyrði laga um afréttarmálefni og fjallskil, sem og fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu.

Á heimasíðu Ásahrepps er greint frá því að í ljósi þessa samþykkti sveitarstjórn samhljóða að lögbýlið Dvergabakki fái upprekstrarrétt.

Fyrri greinBjörgunarsveitir aðstoðuðu eftir að bílar fuku útaf
Næsta greinHelgi Haralds: Svona gerir maður ekki