Duglegir tombólukrakkar styrktu Rauða krossinn

Kolbrún, Eiður, Birgir og Hildur. Ljósmynd/Erla G. Sigurjónsdóttir

Reglulega fær Rauði krossinn í Árnessýslu heimsókn frá duglegum krökkum sem haldið hafa tombólu og vilja styrkja Rauða krossinn.

Þau Kolbrún Ágústsdóttir, Eiður Hilmar Sigmundsson, Birgir Árni Sigmundsson og Hildur Grétarsdóttir komu við hjá Rauða krossinum á Eyravegi á Selfossi í vikunni og skiluðu þar inn pening sem þau söfnuðu með því að halda tombólu – og að sjálfsögðu var tekið vel á móti þeim.

Fyrri grein„Orðin miklu stærri hátíð en ég sá fyrir“
Næsta grein„Svo má líka syngja með…“