Drunur heyrðust frá Laugarvatnsfjalli

Laugarvatn. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni flaug með dróna yfir hlíðar Laugarvatnsfjalls í kvöld til að kanna hvort skriða hefði fallið, eftir að tilkynnt hafði verið um drunur frá fjallinu fyrr í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var ekkert að sjá í fjallinu eftir drónaflugið en málið verður kannað betur þegar birtir í fyrramálið.

Fyrri greinHamar vann toppslaginn
Næsta greinTaekwondo æfingar hefjast að nýju á Stokkseyri