Drífa skipuð í orðunefnd

Fálkaorðuveiting á Bessastöðum. Ljósmynd/forseti.is

Í samráði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hefur verið ákveðið að skipa Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismann á Keldum á Rangárvöllum í orðunefnd, ásamt þeim Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, og Sigurbirni Árna Arngrímsson, skólameistara.

Skipunartími þriggja nefndarmanna, þeirra Guðrúnar Nordal, forstöðumanns, Jóns Egils Egilssonar, fyrrverandi sendiherra, og Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi alþingismanns, rennur senn út.

Orðunefnd fer með málefni hinnar íslensku fálkaorðu og gerir tillögur til forseta Íslands um veitingu orðunnar. Drífa var sjálf sæmd riddarakrossi þann 17. júní síðastliðinn, fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­störf og fram­lag til menn­ing­ar­mála í heima­byggð.

Fyrri greinSelfossliðunum spáð 7. og 8. sæti
Næsta greinHalda samkeppni um minnisvarða fyrir Einvígi aldarinnar