Drífa á Keldum ráðin sveitarstjóri

Drífa Hjartardóttir.

Drífa Hjartardóttir á Keldum hefur verið ráðinn sveitarstjóri Rangársþings ytra. Gengið var frá ráðningunni í morgun en þar hefur nýr meirihluti verið myndaður.

Eins og sunnlenska.is greindi frá í morgun er meirihluti Á-listans sé fallinn en Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hefur myndað meirihluta með D-listanum. Sunnlenska greindi frá því í vikunni að viðræður hafi farið fram milli Margrétar og Drífu um að hún tæki að sér starf sveitarstjóra.
„Meirihlutinn varð orðinn í gærkvöldi og það var gengið frá þessu við mig kl. hálf átta í morgun,“ segir Drífa í samtali við mbl.is.
Aðspurð segir hún að verkefnið leggist vel í sig. „Ég var í sveitastjórn í Rangárvallahreppi í mörg ár áður en ég fór á Alþingi [þar sem hún sat frá 1999 til 2007]. Þannig að ég þekki þetta mjög vel, allt umhverfið hér og fólkið sem hér býr og hlakka til þess að gera góða hluti með þessu góða fólki,“ segir hún.
Fyrri greinMeirihlutinn í Rangárþingi ytra fallinn
Næsta grein„Margrét Ýrr hefur mikið á sinni samvisku“