Dregur úr rennsli við Sveinstind

Skaftá við Sveinstind síðastliðinn mánudag. Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson

Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 m3/sek miðað við hámarksrennsli í gær upp á um 1.500 m3/sek. Rennsli á mælinum við þjóðveg 1 mælist 600 m3/sek og hefur svo til staðið í stað frá því í um miðnætti.

Sérfræðingar Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir flóðasvæðið í gær til að kanna áhrif hlaupsins. Útbreiðsla hlaupsins nálægt jökli reyndist minni en í hlaupinu 2018 og er það í samræmi við að hámarksrennsli er einnig minna. Áhrif hlaupsins nærri byggð eiga ennþá eftir að koma í ljós þar sem hlaupvatn á ennþá eftir að skila sér niður farveg Skaftár.

Sérfræðingar munu hittast á samráðsfundi kl. 14 í dag til að fara betur yfir nýjustu gögn og meta hvert framhald hlaupsins verður.

Fyrri greinHamingjan við völd á skírnardaginn
Næsta greinBreytir 5.000 króna ferðagjöf í 9.000 króna inneign