Dregur úr líkum á Skaftárhlaupi

Dregið hefur úr líkum á hlaupi í Skaftá, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni nú í kvöld.

Í morgun benti allt til þess að hlaup væri að hefjast og var búist við því að vatn í ánni myndi aukast um kvöldmatarleytið. Þegar leið á daginn mældist hins vegar minni órói á svæðinu. Nú í kvöld hefur vatnsborð árinnar lækkað.