Dregið í fyrstu umferð Gettu betur

Gettu betur-lið FSu á æfingu fyrr í vetur. Ljósmynd/FSu

Í gær var dregið í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sem hefst í janúar.

Keppni hefst þann 4. janúar en sunnlensku framhaldsskólarnir munu báðir keppa þann 6. janúar. Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Menntaskólanum á Ísafirði og Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í fyrstu umferð.

Í ár eru 26 skólar sem taka þátt í keppninni og fyrsta umferð fer fram dagana 4.-7. janúar. Hægt verður að fylgjast með öllum viðureignum fyrstu umferðar í streymi frá vef RÚV núll.

Fyrri greinLitlar og hagkvæmar íbúðir við Eyraveginn
Næsta greinListagjöf til þjóðarinnar á aðventunni