Draghundahlaup um helgina

Suðurlands draghundahlaupið 2012 verður haldið um helgina, og er þetta annað árið í röð sem þessi keppni fer fram.

Keppnin felst í því að láta hunda draga keppendur á hjólum ákveðna vegalengd. Í lengri keppninni þar sem þrír hundar eru fyrir framan hjól, verður ræst á Hellu á föstudagskvöld og farnir 30 km og endað á Selfossi.

Keppt verður í tveimur flokkum í styttri vegalengd, 8 km. með einn og tvo hunda fyrir, þar sem farið verður af stað frá Ullarsetrinu á Þingborg kl. hálf eitt á laugardag. og markið verður hjá Bónus á Selfossi.

Þrettán lið hafa skráð sig til keppni, en þau eru frá Akureyri, Reykjavík og Svf. Árborg.