Dræm kjörsókn í Árborg

Rólegt hefur verið á kjörstöðum í Árborg framan af degi þar sem kosið er til stjórnlagaþings. Klukkan 14 höfðu um 12% kjósenda skilað sér á kjörstað.

Það er helmingi minni kjörsókn en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Ingimundur Sigurmundsson, formaður kjörstjórnar, sagði að allt hefði gengið eins og í sögu við framkvæmd kosninganna. Kjörstöðum lokar kl. 22 og eftir uppgjör kjörstjórnar ekur lögreglan kjörkössunum til Reykjavíkur þar sem talning hefst í fyrramálið.