Dópaður unglingur með veiðihníf

Lögreglan á Selfossi færði sex 15-16 ára unglinga á lögreglustöðina um miðnætti á laugardag þar sem þeir voru að skemma girðingu við Sigtún á Selfossi.

Einn unglinganna kastaði frá sér veiðihníf þegar hann varð þess var að lögreglan ætlaði að handtaka hann. Sá reyndist vera undir fíkniefnaáhrifum.

Foreldrar unglinganna voru kallaðir á lögreglustöðina til að sækja börn sín.