Dópaður undir stýri

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann við almennt umferðareftirlit í Ölfusinu um kl. 10 í morgun og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan kannaðist við ökumanninn og stöðvaði hann þess vegna en þvagprufa sem maðurinn tók á staðnum gaf svörun við amfetamíni og kannabis.

Hann var færður á lögreglustöðina á Selfossi þar sem tekið var blóðsýni og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.