Dólosum raðað upp við útsýnisstað

Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á vinsælum útsýnisstað uppi á varnargarði í Þorlákshöfn.

Ferðamálafélag Ölfuss átti frumkvæði að því að láta útbúa útsýnisskífu sem nú er í vinnslu og var í kjölfarið ákveðið að fá Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt til að hanna svæðið.

Hermann ákvað að nýta dólosa til að afmarka bílastæðið en þeir hafa verið notaðir í varnargarða við Þorlákshöfn. Nú er búið að hækka planið við útsýnisstaðinn og búa til útskot fyrir rútur og þegar allt er tilbúið geta ferðamenn notið útsýnisins í fallegu umhverfi.

Fyrri grein„Rosalegur heiður fyrir mig“
Næsta greinGóð 5. vika í Veiðivötnum