Dísilolíu og dekkjum stolið

Um 50 lítrum af dísilolíu var stolið um helgina af MAN vörubifreið sem stóð við Gagnheiði 45 á Selfossi. Við þjófnaðinn skemmdist lokið á tankinum.

Einnig var fjórum nagladekkjum stolið þar sem voru framan við bílskúrshurð að Norðurbyggð 16 í Þorlákshöfn.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessa þjófnaði eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinSkoða gjaldfrjálsan leikskóla
Næsta greinBuster þefaði uppi kannabis