Dekurdagur á Kirkjuhvoli

Dekurdagur var á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli fyrir skömmu þar sem heimilisfólki var boðið upp á nudd, förðun, hárgreiðslu og handsnyrtingu fagfólks, sem allt gaf vinnu sína.

Lauslega reiknað unnu þau samtals 48 klukkustundir eða sex vinnudaga.

Heimilisfólk fagnaði þessari uppákomu vel og tóku allir, sem mögulega gátu þátt. Það ríkti gleði, gaman og söngur á heimilinu frá morgni til kvölds.

Kirkjuhvoll vill þakka eftirtöldum vinnu- og gleðigjöfum kærlega fyrir sitt framlag:

Förðun:

Arndís Sveinsdóttir

Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir

Heiðrún Jónsdóttir

Hárgreiðsla:

Pála Buch

Anna Fía Finnsdóttir

Særún Bragadóttir

Handsnyrting og neglur:

Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir

Nudd:

Bianca Gruner

Guðrún Berglind Jóhannesdóttir

Guðjón Guðmundsson

Ljósmyndun:

Hulda Dóra Eysteinsdóttir

Söngskemmtun:

Öðlingarnir

Söngur og gítar í pizzaveislu:

Einar Viðar Viðarsson

Einnig fá Snyrtistofan Ylur, Lyf og heilsa og allir sem á einhvern hátt komu að því að gera dekurdaginn skemmtilegan bestu kveðjur og kærar þakkir.

Fyrri greinSteinunn Sigurðardóttir í Hveragerði
Næsta greinStórt torg við brúarsporðinn og bæjargarðurinn heldur sér