Deilt um vegavinnu í uppsveitunum

Ágreiningur hefur verið uppi á milli verktaka, Gröfutækni hf. og Vélgröfunnar ehf. annars vegar og Vegagerðarinnar hins vegar vegna greiðslu fyrir vinnu við vegagerð á Biskupstungnabraut og Laugarvatnsvegi.

Telja verktakarnir sig hafa unnið talsvert umfram það sem samið var um samkvæmt útboðsgögnum og hafa viðræður staðið yfir milli þeirra og Vegagerðarinnar.

Samkvæmt heimildum Sunnlenska hafa deiluaðilar nálgast hvorn annan þót enn beri nokkuð á milli. Ekki er ljóst hvenær næsti samningafundur verður.