Deilt um tímasetningu íbúafundar

Meiri- og minnihluta sveitastjórnar Rangárþings ytra deildu um tímasetningu íbúafundar á fundi sínum í vikunni, en minnihluti Á-listans vildi að íbúafundur yrði haldinn í þessari viku með kynningu á fjárhagsáætlun og almennri umræðu um málefni sveitarfélagsins.

Ljóst er að mikill áhugi er á meðal íbúa á að tjá hug sinn um málefni sveitarfélagsins en um sextíu gestir voru mættir á fund sveitarstjórnar nýverið, þegar meirihlutaskipti urðu.

Í umræðum á fundinum í vikunni samþykkti meirihlutinn að íbúafundur bíði fram á nýtt ár.

Fyrri greinKynning á Njálubók Bjarna
Næsta greinEkki verkefni Skógræktarinnar að reka hjólhýsasvæði