Deilt um sölu á húsnæði

Rangárþing eystra hefur tekið kauptilboði í Stóragerði 1a á Hvolsvelli þar sem áður var leikskóli þar til fyrir um tveimur árum.

Húsið hefur ekki verið í notkun síðan og þarfnast viðhalds.

Fulltrúar D-listans höfðu efasemdir um söluna en að sögn Elvars Eyvindssonar, annars fulltrúa D-listans í sveitarstjórn, er óheppilegt að selja eignina þar sem leikskólinn notar hluta lóðarinnar og mögulegt sé að skólinn þurfi meira rými í framtíðinni.

Samkvæmt heimildum Sunnlenska er söluverð hússins liðlega 10 milljónir króna.