Deiliskipulag fyrir Kerið samþykkt

Kerið. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Skipulagsnefnd og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Kerið.

Óskar Magnússon, einn eigenda Kerfélagsins, segir í samtali við RÚV, að þetta leiði til þess að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á varanlegri aðstöðu fyrir starfsfólk og salernisaðstöðu á svæðinu. Óskar leggur áherslu á að þegar að framkvæmdum kemur verði þær „lágstemmdar og kurteislegar og falli vel að umhverfinu.“

Uppbyggingin yrði að hámarki 150 fermetrar en ekki víst að hún nái því. „Það eru heimildir fyrir veitingastað og hugsanlega sölustarfsemi. En það sem liggur fyrir næst er að gera starfsmannaaðstöðu þannig að hún sé ekki bara vinnuskúr og svo salernisaðstöðu,“ segir Óskar. Framtíðin ráði því hvað mannvirkin verði stór.

Fyrri greinFjórir með illa frágenginn farm
Næsta greinEitthundrað þúsund rúmmetrar af efni dælt úr Landeyjahöfn