Davíð á Suðurlandi um helgina

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, verður með opna fundi á Hellu og í Vík um helgina.

Á laugardag fer hann til fundar við fólkið á Hótel Stracta á Hellu klukkan 13:00 og klukkan 17:00 verður hann á Icelandair hótelinu í Vík. Fundirnir eru öllum opnir

Davíð eyddi deginum í dag í góðu yfirlæti á Selfossi þar sem hann heimsótti meðal annars starfsfólk Jeppasmiðjunnar, MS, Guðmundar Tyrfingssonar, Landsbankans og TRS.