Datt úr tré í leikskóla

Liðin vika og síðasta helgi voru tíðindalítil hjá lögreglunni á Selfossi. Fjögur umferðaróhöpp voru skráð í dagbók lögreglu.

Í öllum tilvikunum var um minniháttar óhöpp að ræða þar sem ökumenn og farþegar urðu ekki fyrir teljandi meiðslum.

Síðdegis í gær slasaðist barn er það féll einn metra úr tré á leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi. Barnið hlaut höfuðhögg og var flutt til skoðunar á heilsugæsluna á Selfossi til skoðunar.

Fyrri greinSASS setur upp starfsstöð á Höfn
Næsta greinPorca sagt upp hjá Hamri – Ágúst og Kristmar teknir við