Dásamlegur hátíðarostur frá Biobú

Hátíðarosturinn frá Biobú er kominn í verslanir en margir haf beðið með eftirvæntingu eftir honum nú fyrir jólin. Hátíðarosturinn kom hann á markað í fyrsta skipti fyrir jólin í fyrra og var mjög vinsæll.

Osturinn var unninn í samstarfi við Matarbúr Kaju/Café Kaju sem sérblandaði kryddblöndu sem ostinum er velt upp úr. Í honum er paprika, broddkúmen, herbes de provence, sjávarsalt, sinnepsfræ, hvítlaukur og svartur pipar.

Osturinn fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup, stærri Krónubúðum, Melabúðinni, Brauðhúsinu, Matarbúr Kaju/Café Kaju, Heimkaup og Frú Laugu.

„Hátíðarosturinn er dásamlegur einn og sér, á ostabakkann, í matseldina eða það sem hugurinn girnist,“ segir Ása Hlín Gunnarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.

Hún segir ánægjulegt hve margir biðu spenntir eftir jólaostinum enda sé fátt skemmtilegra en að koma með vöru á markað sem slær í gegn. Fleiri spennandi nýjungar eru væntanlegar frá fyrirtækinu á næstunni en Biobú er framleiðslufyrirtæki sem notar eingöngu lífræna mjólk og lífræn hráefni í sína framleiðslu. Úrvalið samanstendur af fjölmörgum tegundum af jógúrt, grískri jógúrt, ostum, mjólk og nú nýlega kjöt vörum.

Fyrri greinGáfu öllu unglingastiginu nýju bókina hans Þorgríms
Næsta greinÞórir heimsmeistari í þriðja sinn