Dánarorsök mannsins óljós

Ekki er vitað af hvaða völdum þýskur ferðamaður lést í sundlauginni í Þjórsárdal eftir hádegi á laugardag.

Maðurinn var fæddur árið 1957 og var einn á ferðalagi á Íslandi.

Maðurinn var nýkominn á laugarsvæðið og var að stíga ofan í laugina þegar hann virtist missa mátt og falla í vatnið. Honum var komið strax til hjálpar upp á laugarbakkann þar sem þegar voru hafnar lífgunartilraunir sem ekki báru árangur.

Svo vildi til að hópur lækna var á göngu skammt frá sundlauginni þegar óhappið varð og komu þeir til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar en var snúið frá eftir að maðurinn var úrskurðaður látinn.

Lögreglan hefur farið fram á réttarlæknisfræðilega krufningu til finna út dánarorsökina.

Fyrri greinSpark og kjaftshögg – bæði kæra
Næsta greinDagbók lögreglu: Hrekkur varð að lögreglumáli