Dagsektum beitt á bónda og hestaleigu

Höfuðstöðvar Matvælastofnunar á Selfossi. sunnlenska.is/Sigmundur

Matvælastofnun beitti dagssektum í tvígang síðustu þrjá mánuði vegna mála sem komu upp í suðausturumdæmi, sem markast af Árnessýslu, Rangárvallasýslu og báðum Skaftafellssýslunum.

Lagðar voru 10 þúsund króna dagsektir á bónda til að knýja fram úrbætur á bæ hans. Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Þá voru sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi.

Þá stöðvaði Matvælastofnun rekstur hestaleigu í apríl síðastliðnum vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Í kjölfarið voru lagðar 10 þúsund króna dagsektir á hann, til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna.

Fyrri greinÁgústa Tanja framlengir
Næsta greinGöngumenn í hremmingum á Fimmvörðuhálsi