Dagrenning bjargaði deginum

Enginn slasaðist er lítil rúta með heilu stúlknaliði í fótbolta lenti út af Hringveginum u.þ.b. 5 km fyrir austan Hvolsvöll um kl. 18 í kvöld.

Stúlkurnar voru á leið til höfuðborgarinnar til að keppa í kvöld og gátu haldið áfram för sinni rúmlega kl. 19.

Félagar úr Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli höfðu þá dregið rútuna upp á veg og gert við smáskemmdir á henni inn á gólfi í húsi sveitarinnar.