Daglegir íbúafundir í Heimalandi

Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga kl. 11-15. Alla þessa viku eru hádegisfundir í Heimalandi frá 12-13.

Í dag mun Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, verða til viðtals og á morgun verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytissjóri í landbúnaðarráðuneytinu á hádegisfundinum. Á föstudag mætir formaður Bændasamtaka Íslands, Haraldur Benediktsson.

Íbúar eru hvattir til að koma í Heimaland og afla sér upplýsinga um mál, sem tengjast eldgosinu og ýmissa afleiðinga þess.

Þá er fulltrúi Rangárþings eystra í Heimalandi alla daga milli kl.12 og 13:30.

Fyrri greinHamri spáð falli
Næsta greinDrunur á Mýrum