Dagbók lögreglu: Velti ótryggðum bíl

Sjö kannabisplöntur fundust við húsleit hjá karlmanni á Selfossi nú fyrir áramót. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að eiga plönturnar.

Plönturnar verða sendar á efnarannsóknarstofu þar sem styrkur kannabisefna verður mældur.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að þrír ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.

Þá kom kona á lögreglustöðina á Selfossi til að leggja fram kæru á hendur karlmanni sem réðist á hana inni á skemmtistað á Selfossi. Málið er í rannsókn en konan leitaði til læknis og reyndust áverkar hennar minniháttar.

Þrír umráðamenn ökutækja voru kærðir fyrir að hafa vanrækt að vera með ökutæki sín vátryggð. Einn þeirra hafði lent í því að velta bifreið sinni á Eyrarbakkavegi.

Fyrri greinUndir áhrifum á stolnum bíl
Næsta greinRagnar Ágúst íþróttamaður Hveragerðis