Dagbók lögreglu: Unglingur tekinn með kannabis

Nýliðin helgi var róleg hjá lögreglunni á Selfossi sem kemur sér vel fyrir rannsóknarlögreglumenn sem geta þá ótruflað sinnt einhverju af þeim fjölda mála sem eru í rannsókn hjá embættinu.

Um helgina höfðu lögreglumenn afskipti af 15 ára gömlum unglingi sem var með í vasa sínum tæpt gramm af kannabis. Unglingurinn var yfirheyrður í lögreglustöðinni að viðstöddum fulltrúa barnaverndarnefndar.

Um helgina voru 26 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt og þrír fyrir að tala í farsíma án þess að nota til þess handfrjálsan búnað.

Fyrri greinHart deilt um leikskólalokun á Hellu
Næsta greinEkið á kyrrstæðan bíl á Þrengslavegi